Landssamtök lífeyrissjóða – Þórey S. Þórðardóttir

Hvað getum við lært um mótun lífeyriskerfa af alþjóðasamfélaginu? Málþing 2018. Frá vinstri: Þórey S. Þórðardóttir, Ásdís Eva Hannesdóttir, Elín Björg Jónsdóttir, Gylfi Arnbjörnsson, Hannes G. Sigurðsson, Ólafur Sigurðsson og Tómas Njáll Möller.
Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri.

Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri.

Landssamtök lífeyrissjóða hafa innan vébanda sinna alla lífeyrissjóði á Íslandi, alls 21 sjóð. Greiðandi sjóðfélagar voru um 223.000 í árslok 2021 og um 51.000 manns fengu þá greidd eftirlaun úr sjóðunum.

Eignir lífeyrissjóða námu alls um 6,7 milljörðum króna í lok árs 2021. Raunávöxtun eigna var að jafnaði 6,6% á áratugnum 2012-2021, vel yfir 3,5% viðmiði sjóðanna.

Landssamtök lífeyrissjóða voru stofnuð undir lok árs 1998 þegar lífeyrissjóðir í Landssambandi lífeyrissjóða (stofnað 1964) annars vegar og Sambandi almennra lífeyrissjóða – SAL (stofnað 1973) sameinuðust í ein heildarsamtök.

Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri SAL, var fyrsti framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða og Þórey S. Þórðardóttir tók við af honum árið 2011.

Lífeyrissjóðum fjölgaði mjög og fækkaði svo hratt

Lífeyrissjóðir landsmanna voru hátt í hundrað talsins þegar flestir voru á síðasta fjórðungi 20. aldar. Þeim fækkaði síðan mjög á fáum áratugum og voru alls um fimmtíu þegar Landssamtök lífeyrissjóða voru stofnuð 1998. Lífeyrissjóðum fækkaði fyrst og fremst með sameiningum sem ákveðnar voru í ranni sjóðanna sjálfra en ekki með „valdboði að ofan“.

Síðasta sameiningin af þessu tagi (þegar þetta er skrifað 2022) átti sér stað árið 2016 þegar Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Stafir lífeyrissjóður voru lagðir niður og til varð Birta lífeyrissjóður, fjórði stærsti lífeyrissjóður landsmanna í eignum talið.

Aðildarsjóðir Landssamtaka lífeyrissjóða eru vissulega 21 talsins en þá ber þess að geta að þar af eru 3 sjóðir „lokaðir“. Það þýðir að þessir sjóðir taka ekki við inngreiðslum heldur greiða aðeins út þar til hlutverki þeirra lýkur. „Virkir“ lífeyrissjóðir á Íslandi eru því alls 18 á árinu 2022.

Sögubrot

Þess var minnst á árinu 2019 að 50 ár voru þá liðin frá því skylduaðild að lífeyrissjóðum var samþykkt í kjarasamningum heildarsamtaka launafólks og atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði.

Svo vildi til að hægt var að halda upp á það í leiðinni að ein öld var liðin frá því grunnur var lagður að lífeyrissjóðakerfinu á Íslandi því árið 1919 var lífeyrissjóður embættismanna settur á laggir, fyrsti eiginlegi lífeyrissjóður Íslendinga. Á eftir komu lífeyrissjóðir barnakennara og ekkjutryggingar embættismanna. Síðan fylgdu lífeyrissjóðir Landsbankans, Útvegsbankans, ljósmæðra og hjúkrunarkvenna.

Skylduaðild að lífeyrissjóðum varð að lögum 1974 og 1980 náði hún líka til sjálfstætt starfandi fólks og til stjórnenda í atvinnulífinu eða með öðrum orðum til allra á íslenskum vinnumarkaði.

Tekist var á um stjórnarfyrirkomulag lífeyrissjóða í kjarasamningunum 1969. Niðurstaðan varð sú að í stjórnum sjóðanna skyldu vera jafnmargir fulltrúar launafólks annars vegar og atvinnurekenda hins vegar. Þetta fyrirkomulag hefur haldist alla tíð síðan þá og reynst farsælt.

Landssamtök lífeyrissjóða eru sameiningartákn lífeyrissjóðakerfisins og málsvari þess út á við. Á vettvangi þeirra er umfangsmikil starfsemi sem varðar sameiginleg hagsmunamál sjóðfélaga og sjóðanna sjálfra.

Forystufólk í lífeyrissjóðakerfisins skynjar vel að mjög er horft til þess og margt í skipulagi og starfsemi íslenskra lífeyrissjóða þykir vera til eftirbreytni annars staðar í veröldinni. Þetta fékkst staðfest í alþjóðlegri könnun sem Ísland tók í fyrsta sinn þátt í árið 2021 og kennd er við Mercer lífskjaravísitöluna. Þar voru borin saman lífeyriskerfi í 43 ríkjum og íslenska kerfið varð í efsta sæti í þeim samanburði.

Aðildarsjóðir Landssamtaka lífeyrissjóða 2022

 

Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða 2021-2022.Efsta röð: Hilmar Harðarson, Gylfi Jónasson, Arnaldur
Loftsson og Erla Jónsdóttir.
Miðröð: Halldóra Káradóttir, Harpa Jónsdóttir, Ingibjörg
Ólafsdóttir og Jón Ólafur Halldórsson.
Neðsta röð: Valmundur Valmundsson, Erla Ósk Ásgeirsdóttir,
Hulda Rós Rúriksdóttir og Sigurbjörn Sigurbjörnsson.

Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða 2021-2022.
Efsta röð: Hilmar Harðarson, Gylfi Jónasson, Arnaldur
Loftsson og Erla Jónsdóttir.
Miðröð: Halldóra Káradóttir, Harpa Jónsdóttir, Ingibjörg
Ólafsdóttir og Jón Ólafur Halldórsson.
Neðsta röð: Valmundur Valmundsson, Erla Ósk Ásgeirsdóttir,
Hulda Rós Rúriksdóttir og Sigurbjörn Sigurbjörnsson.

Hvað getum við lært um mótun lífeyriskerfa afalþjóðasamfélaginu? Málþing 2018. Frá vinstri: Þórey S.
Þórðardóttir, Ásdís Eva Hannesdóttir, Elín Björg Jónsdóttir,
Gylfi Arnbjörnsson, Hannes G. Sigurðsson, Ólafur Sigurðsson
og Tómas Njáll Möller.

Hvað getum við lært um mótun lífeyriskerfa af
alþjóðasamfélaginu? Málþing 2018. Frá vinstri: Þórey S.
Þórðardóttir, Ásdís Eva Hannesdóttir, Elín Björg Jónsdóttir,
Gylfi Arnbjörnsson, Hannes G. Sigurðsson, Ólafur Sigurðsson
og Tómas Njáll Möller.

Verða lífeyrissjóðir of stórir fyrir Ísland? Málstofa 2018.Frá vinstri: Már Guðmundsson, Gylfi Magnússon,
Jón Þór Sturluson, Þorbjörn Guðmundsson og
Fanney Birna Jónsdóttir.

Verða lífeyrissjóðir of stórir fyrir Ísland? Málstofa 2018.
Frá vinstri: Már Guðmundsson, Gylfi Magnússon,
Jón Þór Sturluson, Þorbjörn Guðmundsson og
Fanney Birna Jónsdóttir.

Lífeyrissjóðir stofna Framtakssjóð Íslands á jólaföstu 2009.

Lífeyrissjóðir stofna Framtakssjóð Íslands á jólaföstu 2009.

Lífeyrissjóðir stofna Framtakssjóð Íslands á jólaföstu 2009.

Lífeyrissjóðir stofna Framtakssjóð Íslands á jólaföstu 2009.

Lífeyrissjóðafólk í þungum þönkum í efnahagshruninu í október 2008.

Lífeyrissjóðafólk í þungum þönkum í efnahagshruninu í október 2008.

Fundarhlé í höfuðstöðvum Landssamtaka lífeyrissjóðatil að hlýða á boðskap Geirs H. Haarde forsætisráðherra í
efnahagshruninu 2008.

Fundarhlé í höfuðstöðvum Landssamtaka lífeyrissjóða
til að hlýða á boðskap Geirs H. Haarde forsætisráðherra í
efnahagshruninu 2008.

Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson, höfundar bókarum tengsl lífeyrissparnaðar, greiðsludreifinga og erlenda
fjárfestinga sem Landssamtök lífeyrissjóða gáfu út 2014.

Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson, höfundar bókar
um tengsl lífeyrissparnaðar, greiðsludreifinga og erlenda
fjárfestinga sem Landssamtök lífeyrissjóða gáfu út 2014.

Á ársfundi Landssamtaka lífeyrissjóða 2009.

Á ársfundi Landssamtaka lífeyrissjóða 2009.

Aðrar greinar

Rafbílar – Jón Kristján Sigurðsson og Runólfur Ólafsson

desember 27, 2023
Lesa nánar
Stjórn FKA 2022 til 2023. Frá vinstri: Katrín Kristjana Hjartardóttir, Edda Rún Ragnarsdóttir, Elfur Logadóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Dóra Eyland, Sigrún Jenný Barðadóttir, Sigríður Hrund Pétursdóttir, Unnur Elva Arnardóttir og Íris Ósk Ólafsdóttir. / Ljósm. Silla Páls.

Félag kvenna í atvinnulífinu FKA – Andrea Róbertsdóttir og Sigríður Hrund Pétursdóttir

desember 27, 2023
Lesa nánar

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd