Prentútgáfa

Ritverkið ÍSLAND 2020, atvinnuhættir og menning er fjórða útgáfan sem gefin hefur verið út. Verkið hefur að geyma á einum stað upplýsingar um fjölþætt efni og veitir einstaka yfirsýn yfir atvinnulíf, sögu og menningu þjóðarinnar á þessum tímapunkti.

Verkið er stórt og viðamikið en um er að ræða sex bindi í stóru broti, ríflega 2.000 síður með meira en 10.000 myndum. Ritverkið inniheldur upplýsingar um meginfyrirtæki, félög, stofnanir og samtök á landinu ásamt almennum greinum um ýmislegt sem tengist atvinnulífi og menningu. Aðilar verksins senda að jafnaði sjálfir inn texta og myndir. Má því segja að atvinnu- og menningarsaga þjóðarinnar sé skráð þar sem hún verður til.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2025 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd